top of page
Um Hugarsátt

Vertu velkomin. Hugarsátt býður upp á meðferð og ráðgjöf fyrir fólk af ýmsu tagi. Hægt er að skoða nánari útlistun á heimasíðunni undir meðferðir. 

Oddný hefur fjölþætta menntun og reynslu af meðferðarstarfi. Hún hefur unnið með einstaklingum, ungmennum, börnum og fjölskyldum í gegnum ýmsa erfiðleika. Hugarsátt var stofnað árið 2021 og hefur það markmið að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur í sinni vegferð. Leiðarljós viðtalanna er að aðstoða fólk við að tengjast betur sínum eigin tilfinningum og líðan. Vinna getur falið í sér að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og hvernig hægt sér að nýta hann til þess að breyta eigin lífi. 

Markmið Hugarsáttar er að veita einstaklingum, pörum og fjölskyldum víðtæka og faglega þjónustu þar sem unnið er út frá gagnreyndum rannsóknaraðferðum sem sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að virka til þess að bæta líðan einstaklingsins.

Almennur viðtalstími fyrir einstaklinga er 50 mínútur en 80 mínútur fyrir pör og fjölskyldur.  Flest fag- eða stéttarfélög styrkja ákveðinn fjölda viðtala og mörg sveitarfélög niðurgreiða meðferð hjá löggiltum meðferðaraðilum. Tími sem fellur niður án afboðunar greiðist samkvæmt samkomulagi. 

Hugarsátt hefur leyfi Landlæknis til reksturs heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög númer 47/2007.

Oddný Jónsdóttir

Oddný Jónsdóttir er félagsráðgjafi, MA  og fjölskyldu-meðferðarfræðingur sem hefur lagt áherslu á að vinna með einstaklinga sem hafa verið að glíma depurðarhugsanir og fjölskyldur þeirra. 

 

Árið 2018 starfaði Oddný á Landsspítalanum, Laugarás – meðferðarkjarna fyrir ungt fólk sem að sérhæfir sig í snemmíhlutun við byrjandi geðrofssjúkdómum þar sem áhersla var lögð á að meðhöndla geðrofseinkenni. Í vinnu sinni með þjónustuþegum, foreldrum þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum fékk hún reynslu af  því að starfa eftir nálgunum fjölskyldumeðferðar og greiningu geðrænna vandkvæða. 

Oddný hefur undanfarin ár starfað sem meðferðaraðili hjá Píeta samtökunum þar sem hún sinnir meðferðarvinnu einstaklinga í sjálfsskaða og sjálfsvígshættu og nýtir þar bæði hugræna atferlismeðferð og díalektríska atferlismeðferð (DAM). Einnig sinnur hún sorgarúrvinnslu fyrir aðstandendur einstaklinga sem hafa framið sjálfsvíg.

Á vormánuðum 2020 gekk Oddný til liðs við ráðgjafa og stuðningssetrið Bergið-Headspace en þar sinnir  Oddný faglegri ráðgjöf fyrir ungt fólk frá 12 ára upp að 25 ára aldri. Ráðgjöfin felur í sér að hlusta á ungt fólk og meta vanda þess, veita ráðgjöf og ef þörf er á að hjálpa viðkomandi að fá meðferð eða annars konar aðstoð.

Oddný starfar einnig hjá Stigamótum þar sem unnið er með hvers kyns kynferðisofbeldi sem á sér ýmsar birtingarmyndir og hefur oft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Vinnan felur í sér að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og hvernig hægt sé að nýta hann til þess að breyta eigin lífi. Einnig er hlut af verkefnum hennar fyrir Stigamót að sinna fræðslu og ráðgjöf til aðstandenda einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Oddný Jónsdóttir félagsráðgjafi
Menntun
  • M.A í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands

  • Fjölskyldumeðferðarnám

  • Handleiðslunám/nemi

  • Sáttamiðlaraskólinn

Sérhæfing
  • Meðferð við depurð og sjálfsvígshugsunum

  • Einstaklings- og parameðferð

  • Fjölskyldumeðferð

  • Vandi ungmenna

  • Sáttamiðlun

Meðferðaraðili

bottom of page