Meðferðir í boði
Samtalsmeðferð
Ástæður þess að fólk leitast eftir samtalsmeðferð eru ólíkar en oftast nær er þetta leið til þess að bætan líðan og tengjast betur sínum eigin tilfinningum. Hægt er að nýtast við ólíkar kenningar og nálganir í samtalsmeðferð og mismunandi hvaða nálgun hentar hverjum vanda. Samtalsmeðferð tekur til dæmis á streitu,depurð,kulnun,kvíða og erfiðum upplifunum. Dæmi um ástæðu þess að einstaklingur leitar sér samtalsmeðferðar getur verið t.d vegna álags í starfi eða einkalífi, sorg, samskiptavanda, depurðar, kynferðislegt ofbeldi eða kvíðaeinkenni. Venjan er að mæta í fyrsta viðtal þar sem vandinn er metinn og síðan gerð áætlun um framhaldið. Meðferðin verður aðlöguð hverjum og einum. Notast verður eingöngu við gagnreyndar aðferðir sem sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að virka til þess að bæta líðan einstaklingsins.
Para og fjölskyldumeðferð
Getur verið heppileg leið þegar við erum að ganga í gegnum lífskrísur eða breytingar. Meðferðarformið fer eftir aðstæðum og er ákveðið í samráði við meðferðarþega.
Þessi nálgun hentar vel þegar að við þurfum að skoða sjálfan okkur og stöðu okkar innan fjölskyldunnar. Stundum getur verið nauðsynlegt að hitta hlutlausan aðila og fá aðstoð við að skilja hvert við erum að stefna. Heilbrigt samskiptamunstur gengur út á að geta sagt hug sinn og skoðanir og sumir vilja aðstoð með að setja öðrum mörk. Fjölskyldumeðferð leggur áherslu á að nálgast vandamál í samvinnu við fjölskylduna með það að markmiði að bæta hag hennar og líðan.
Markmið meðferðar er að stuðla að tilfinningalegu og félagslegu heilbrigði fjölskyldunnar með viðeigandi meðferð og fræðslu. Fjölskyldumeðferð er gagnreynt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) þar sem unnið er með einstaklinginn út frá heild. Slík nálgun getur gagnast vel þegar vinna þarf með samskiptin, uppeldið, tengslin eða ólík viðhorf og gildi. Meðferðin tekur mið að því að aðstoða fólk við að finna heppilegar leiðir til þess að leysa vandann þar sem hagsmunir fjölskyldunnar eru hafðir að leiðarljósi.
Hjóna- og parameðferð felur í sér að skoða parasambandið. Mikilvægt er að báðir aðilar vilji vinna með sambandið. Algeng vandamál sem að fólk leitar sér hjálpar með eru til dæmis skortur á nánd, framhjáhald, samskiptin erfið, ósætti, ágreiningur varðandi fjármál og ólík framtíðarsýn. Oft á tíðum getum verið mikið álag og streita á parasambandinu og þá getur verið mikilvægt að leitar sér aðstoðar fagaðila til þess að minnka streituna. Áhersla er lögð á að komast að rót vandans og vinna úr honum í sameiningu með parinu. Það er gert með samtali og fræðslu milli aðila. Markmið meðferðar er að hjálpa aðilum að takast á við vandamál sín og aðstoða parið við að finna leiðir til að vinna sig úr vandanum. Unnið er með vandann út frá meðferðarnálguninni Emotionally Focused Couples Therapy (EFT) en sú nálgun hefur komið vel út í rannsóknum á árangri meðferðar hjá pörum.
Sáttamiðlun
Sáttarmiðlun er leið til þess að sætta ágreining sem upp hefur komið á vinnustaðnum, einkalífinu eða innan fjölskyldunnar með hlutlausum og óháðum aðila. Þátttakendur taka sjálfviljugir þátt með aðstoð sáttarmiðlara sem að stýrir sáttarfundinum. Unnið er í gegnum skipulagt og mótað ferlið. Sáttarmiðlun getur nýst á hinum ýmsum sviðum lífsins þar sem tveir eða fleiri deila.
Lögð er áhersla umræður sem taka mið af viðhorfum og skoðunum þeirra sem að taka þátt. Leitast er eftir að skilja sameiginlega hagsmuni og að stjónarhorn beggja aðila fái að koma fram. Markmið sáttarfundar er að aðilar fá tækifæri til þess að móta með sér samkomulag um lausn málsins.
Einnig getur fólk nýtt sér sáttarmiðlun eftir skilnað, sambandsslit eða eftir erjur á vinnustað.
Handleiðsla
Handleiðsla er aðferð sem er notuð til þess að gefa fagfólki tæki og tól í starfi. Að sækja sér handleiðslu er ferðalag sem gefur okkur tækifæri á að líta inn á við og skoða okkur sjálf. Fagleg handleiðsla gefur þér tækifæri á að fjalla um sjálfan þig í starfi, fá speglun, ígrundun, stuðning, hvatningu og getur orðið tækifæri til þess að læra nýjar vinnuaðferðir og ná markmiðum. Ef handleiðsla heppnast vel þá getur hún örvað lausnamiðaða hugsun og getur skipt sköpum við vinnslu erfiðara mála. Rannsóknir sýna að handleiðsla getur verið fyrirbyggjandi fyrir kulnun og streitu í starfi og er heppileg leið til þess að vernda sjálfan sig í krefjandi umhverfi.
Oddný hefur verið að bjóða upp á nemaviðtöl í handleiðslu á helmingsafslætti á meðan hún lýkur náminu. Nemaviðtölin hafa gefist vel enda fersk í fræðunum.
Einstaklingshandleiðsla
Þegar talað eru um einstaklingshandleiðslu þá eru aðeins viðstaddir handleiðarinn og handleiðsluþeginn. Í einstaklingahandleiðslunni fær handleiðsluþegi óskipta athygli handleiðarans þar sem sjálfsefling og faglegur þroski er í fyrirrúmi. Með því að einstaklingur sækir sér einstaklingshandleiðslu hjá fagaðila er handleiðarinn að finna leið til þess að aðstoða einstaklinginn að skilja betur áhrif eigin lífsgilda, skoðana og hvaða áhrif eigin líðan hefur á hans störf. Siðareglur eru rammi til stuðnings og aðhalds við að veita örugga og faglega þjónustu með velferð skjólstæðings að leiðarljósi. Ef vel á til að takast er talið mikilvægt að einstaklingurinn sem sækir sér faghandleiðsluna finni fyrir trausti þegar verið er að byggja upp handleiðslutengslin og getur þetta orðið liður í því að endast lengur í starfi og jafnvel blásið nýju lífi í vinnustaðina.
Hóphandleiðsla
Hóphandleiðsla er frábrugðin einstaklingshandleiðslu að því leyti að hún er vettvangur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til samsköpunar með það að markmiði að nýta þekkingu frá mörgum sjónarhornum til eflingar í starfi.
Að nýta sér hóphandleiðslu eykur líkurnar á starfsánægju. Að nýta hæfni sína og syrk til þess að greina á milli fagsjálfsins og einkasjálfsins. Það skiptir máli fyrir starfsfólk að geta létt á sér, rætt það sem skiptir máli og tjáð líðan sinn. Vitandi að það sé í fullu trausti og trúnaði undir stjórn faglærðs handleiðara.